Færsluflokkur: Bloggar
Petraeus: Takmörk fyrir því hvað herinn þolir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.9.2007 | 10:04 (breytt 18.9.2007 kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er svo hissa. Ég átti von á því að Hr. Runni færi með fjölskylduna í opinbera heimsókn á stað sem hann sjálfur hefur náð svo miklum árangri. Hann hefði getað skilið fjölskylduna eftir meðan hann héldi til Ástralíu á leiðtogafund. Fjölskyldan gæti hjálpað til við að klára verkið sem er alveg að verða lokið, vantar bara smá klink til að ljúka því eins vel og Hr. Runni sá fyrir sér... fyrir 5 árum síðan. Fjölskyldan væri þá í broddi fylkingar þeirra sem eru að bjarga heiminum frá hryðjuverkaógninni. Þetta er greinilega bara smá yfirsjón sem kemur fyrir á bestu bæjum.
Þetta kemst væntanlega í lag fyrir næstu heimsókn til... Írans.
Bush laumað út úr Hvíta húsinu í skjóli nætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.9.2007 | 15:10 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er aðallega tvennt sem vakti áhuga minn í þessari frétt. Annars vegar að það kemur hvergi fram hverjir framkvæmdu þessa rannsókn og hins vegar koma niðurstöðurnar mér ekki á óvart, ég kaupi hana, alla vega frekar en sykurinn.
Hafið þið tekið eftir því til dæmis hvað það er mikill sykur í kökum frá flestum íslenskum bakaríum? Og neytandinn þegir þunnum hljóðum. Af hverju er það?
Prófið brauðið og kökurnar frá Brauðhúsinu í Grímsbæ. Lífrænt hráefni notað, brauðið bragðgott og sykurinn í kökunum í algjöru lágmarki.
Með því að draga úr sykurneyslunni finn ég meira og betra bragð af matnum. Mæli eindregið með því. Kostirnir við að draga úr sykurneyslunni eru auðvitað mun fleiri sem óþarfi er að fara hérna inn á.
Sykurinn verri en kókaín? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.8.2007 | 07:05 (breytt 1.9.2007 kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að horfa á dollarana hrannast upp á http://www.nationalpriorities.org/Cost-of-War/Cost-of-War-3.html sem sýnir stríðskostnað Bandaríkjanna í Írak.
Samkvæmt mínum mælingum eru þetta tæpir 200 þús. dollarar á mínútu eða um 12 milljónir í ísl. kr (dollarinn á 64 kr.). Þetta gera 770 milljónir kr. á klst. og rúmlega 18,4 milljarðar á dag.
Nú eru Bandaríkjamenn u.þ.b. þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar þannig að ef Ísland myndi leggja jafn mikið fram á hvern Íslending og Bandaríkjamenn gera á hvern íbúa þeirra (þ.e. ef þessar tölur eiga við um útgjöld Bandaríkjanna eingöngu, auðvitað eru fleiri sem henda peningum í þetta og aðrir sem tapa peningum og mannslífum, s.s. Írakar) þá væru það um 18,4 milljónir kr. sem Ísland myndi borga á dag eða 6,7 milljarðar á ári. Það eru rúmlega 60 kr. á hvern Íslending á dag sem gera um 22 þús. kr. á ári.
Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.8.2007 | 00:19 (breytt kl. 01:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í gær á námskeið sem bar heitið Sigursæl sjálfsmynd á vegum Stjórnunarfélags Íslands. Efnið var var byggt upp á því sem kennt er í The Secret-myndinni, þ.e. hvernig líf okkar og örlög er hrein og klár spegilmynd sjálfsvitundar okkar.
Við unnum nokkur verkefni á námskeiðinu, meðal annars að setja fram það sem við virkilega viljum (vv) og ræða það svo við e-n á námskeiðinu. Rambaði á sæta, feimna stúlku og sagði henni hvað ég vv. Ég sagði henni að efst á blaði væri að finna mér maka og svo romsaði ég út úr mér 5 öðrum atriðum sem ég vv. Hún dró sig enn meira inn í skelina með pappírana límda upp við líkamann svo ég sæi örugglega ekki hvað hún vv.
Fór svo í mitt sæti, mjög stoltur að hafa opinberað það sem ég vv. Fór þá að hugsa (loksins, fattarinn hjá mér er nefnilega stundum laust plöggaður); hún hélt örugglega að ég væri að reyna við sig. Hvað annað gæti hún hafa verið að hugsa um þegar ég potaði því að henni að mitt mikilvægasta verkefni væri að finna mér lífsförunaut
Bloggar | 26.8.2007 | 13:22 (breytt 28.8.2007 kl. 01:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aron Pálmi kominn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.8.2007 | 11:41 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þarf að fórna opnum degi í Skaftholti á morgun því ég er að fara á námskeið frá morgni til kvölds. Það er sko leyndó hvað þetta námskeið fjallar um og giskið nú
Svo stefndi ég stíft á að fara í fertugsafmæli Björns Sigurjóns og farinn að hlakka til. Síðan tek ég upp á því að bóka mig á fótboltaleik í landi englanna akkúrat sömu helgi. Hvað er til ráða?
Bloggar | 24.8.2007 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef ekki leitt hugann að þessu hingað til En þetta nálgast samt eins og óð fluga. Maður fer þá teinréttur í ellina; alla vega í huganum hvað sem líkamlegu atgervi líður.
En spáið í því hvað þetta er mikið feimnismál. Af hverju ætli að það sé? Þetta er jú mannlegt... að hafa kynhvöt. Kynlíf getur verið eitt það yndislegasta í þessum heimi sé það stundað með vilja þeirra sem að standa. Held að bæling á kynhvötinni og umræðu um kynlíf leiði meðal annars af sér kynferðislega misnotkun þar sem fórnarlömbin eru helst þeir sem geta ekki varið sig.
Kynlífslöngun spyr ekki um aldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.8.2007 | 15:09 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Horfði á Elvis troða upp á sviði árið 1970 á TCM (e-a hluta vegna er TCM óruglað hjá mér núna). Ég hef vanmetið hann hingað til. Ég þekkti um 90% af lögunum. Þið hefðuð átt að sjá hann, kyssa a.m.k. 50 stúlkur í miðjum lögum. Svo fór hann labbandi um salinn að kyssa fleiri stúlkur. Elvis hafði það og hefur, því hann lifir enn, kóngurinn.
Hef gaman af því að spyrja Tinnu frænku hvað klukkan sé; hún er númer tíu... nei, nei, nei... hún, hún er númer tvö Hafði ekki litið á klukkuna út frá þessu sjónarhorni hingað til; hún er ekkert nema talnaröð. Börn fá mann oft til að hugsa öðruvísi og draga mann út úr þessum kassa sem maður lifir og hrærist í dags daglega. Takk fyrir það Tinna.
Hitaði upp fyrir Reykjavíkurlabbið á laugardaginn með því að labba í Sport Cafe að sækja bílinn því ég fór þangað í gær að horfa á fótbolta og drakk bjór. Er reyndar á sýklalyfjakúr þannig að ég á að láta allt afengi vera en ég vildi sleppa smá af mér beislinu, á miðvikudegi kl. 13:30 í miðju Grafarholti.
Bloggar | 16.8.2007 | 23:33 (breytt 18.8.2007 kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við bíllinn fórum út á lífið um daginn, alla leið í Nóatún. Á leiðinni hellirigndi, að mér fannst og loksins fengu rúðuþurkurnar eitthvað að gera. Það var risaþægilegt að koma út í rigninguna, ekki það að sólin stendur fyrir sínu þegar hún lætur sjá sig. Það lifnar allt við, græni liturinn sterkari, lyktin unaðsleg og fersk.
Var að naglhreinsa í gær með Kristínu í stanslausri rigningu. Náðum að hreinsa alla sýnilega nagla (hættulega mikið af sýn í blogginu hjá mér; mætti halda að ég væri að auglýsa Sýn2 eins og félagi minn Kjartan Due Nielsen). Nú er búið að rífa niður alla stillansa í kringum húsið; næsta verk er að steypa undirstöður fyrir pallinn en steypustoðirnar eru komnar í jörðu. Vá hvað verður gaman þegar pallurinn verður kominn og sólívari fyrir flýtiloftinu.
Fór svo í manngerða sturtu og fékk mér að drekka. Þá hringir Björn Sigurjóns klukkan rúmlega 5, þá mættur á Kaffitár í Bankastræti þar sem við ætluðum að hittast. Svo mætti ég kl. 17:37 og Björn hinn rólegasti að lesa ljóðabók eftir vinkonu sína. Ég var búinn að gleyma þessari áætlan okkar, reyndar í síðustu viku hélt ég að við ætluðum að hittast og var í startholunum þegar hann benti mér á að við hefðum ákveðið gærdaginn. Björn er þessi manngerð sem maður vill eiga sem vin enda traustur og húmoristi. Þó hittumst við lítið en örugglega og alltaf jafn ánægjulegt. Hann er farinn að ljósmynda og hefur haldið sýningar sem ég hef misst af. Stefni á að fara á næstu sýningu hans en myndirnar rokseljast svo það hlýtur að vera eitthvað í myndirnar spunnið. Ég veit þó hvenær við hittumst næst; 6. október enda mun hann þá halda upp á RISA afmæli þó afmælisdagurinn sjálfur hafi verið 16. júní. Til hamingju Björn.
Eftir annasaman dag skellti ég mér í hugleiðslu hjá Hugleiðslu- og Friðarmiðstöðinni. Gekk illa að róa hugann enda hátt uppi af sælu að sjá fyrir mér kvonfang. Eftir hugleiðsluna spjallaði ég við nöfnu mína sem mér fannst vera kunnugleg og spurði hana hvort ég hafi séð hana þegar ég tók umhverfisfræðikúrs í líffræðiskori. Það stóð heima og kom meira að segja á daginn að hún er systir Svanhildar á Námsmatinu. Það er margt sameiginlegt með þeim. Fyrir utan að vera báðar hávaxnar hafa þær keimlíkan húmor og talanda.
Bloggar | 9.8.2007 | 11:36 (breytt 20.8.2007 kl. 16:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar