Hr. Runni og fleiri fífl

Var að horfa á dollarana hrannast upp á http://www.nationalpriorities.org/Cost-of-War/Cost-of-War-3.html sem sýnir stríðskostnað Bandaríkjanna í Írak.

Samkvæmt mínum mælingum eru þetta tæpir 200 þús. dollarar á mínútu eða um 12 milljónir í ísl. kr (dollarinn á 64 kr.). Þetta gera 770 milljónir kr. á klst. og rúmlega 18,4 milljarðar á dag.

Nú eru Bandaríkjamenn u.þ.b. þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar þannig að ef Ísland myndi leggja jafn mikið fram á hvern Íslending og Bandaríkjamenn gera á hvern íbúa þeirra (þ.e. ef þessar tölur eiga við um útgjöld Bandaríkjanna eingöngu, auðvitað eru fleiri sem henda peningum í þetta og aðrir sem tapa peningum og mannslífum, s.s. Írakar) þá væru það um 18,4 milljónir kr. sem Ísland myndi borga á dag eða 6,7 milljarðar á ári. Það eru rúmlega 60 kr. á hvern Íslending á dag sem gera um 22 þús. kr. á ári.


mbl.is Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband