Færsluflokkur: Ljóð

Spurning?

Af hverju ljóð?

Af hverju ekki

að segja hlutina

eins og þeir eru

með berum orðum?

Af hverju tvíræðni?

 

Af hverju grimmd?

Hvað vekur hún upp?

Nánd?

Dýpt?

Nei, spurningar.

 

Dýpt er fráhrindandi

í nútíma samfélagi.

Ljóð eru torskilin

nema með dýpt lesandans.

 

Hversu djúpur

er Sverrir Stormsker?

Hann er tvíræðinn,

leikur sér að tungumálinu,

til skemmtunar;

ekki til dýptar.

Eða hvað?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband