Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tilviljanir?

Er að lesa bók eftir Ágúst Bogason sem heitir „Hvað gerðist 11. september?“. Hef áhuga á ýmsum samsæriskenningum þó ég taki ekki endilega undir þær.

Fékk tölvupóst frá Stjána í dag þar sem bent er á ýmis undarleg sögutengsl á milli Abraham Lincoln og John F. Kennedy s.s. að þeir voru báðir skotnir á föstudegi, ritari Lincoln's hét Kennedy og ritari Kennedy's hét Lincoln, Lincoln var skotinn í leikhúsi sem bar heitið Ford og Kennedy var skotinn í Lincoln bifreið frá Ford framleiðandanum og að lokum, Lincoln var í staddur í Monroe í Maryland viku áður en hann var skotinn meðan Kennedy var með Marylin Monroe viku áður en hann var skotinn. Tilviljun?

Eftir að hafa lesið póstinn frá Stjána fór ég að skoða bækling frá nýja vinnustaðnum mínum, Borgaskóla og fór að spá. Nafnið á þeim skóla er úr takti við nöfnin í þeim skólum sem ég hef starfað við hingað til. Laugalækjarskóli, Árbæjarskóli og Menntaskólinn við Sund Woundering

Jæja, hættur að pæla, farinn út að moka möl.


Vísir til að draga úr líkum, kannski

Þetta er ánægjulegt skref í rétta átt. Við skulum vona að öll ríki heims skrifi undir Kaupmannahafnarbókunina 2009. Þetta er jú bara bara vegvísir, Balí-vegvísirinn; stefna að markmiði sem dregur úr líkum á stórfelldum loftlagsbreytingum eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. USA kvittar ekki undir nema orðalagið í þessum efnum sé mjög loðið.
mbl.is ,,Sögulegt samkomulag”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg

IngibjörgÞetta er hún Ingibjörg, oftast kölluð Inga. Hún kom til mín í haust þar sem hún var læst úti, eins og ég sagði ykkur frá. Hún kom við hjá mér í dag, með 4 Séð og Heyrt blöð, tvær Vikur og eitt OK. Hún tekur svo mikla orku að þegar ég ætlaði að taka mynd af henni var myndavélin rafmagnslaus. Ég skellti því geyminum í hleðslu og náði þessari úrvalsmynd af henni Ingibjörgu.

Við spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér frá því að hún ætti 10 ára kött, stæði sjálf á sjötugu, væri illa við Nóatún, horfði á Leiðarljós á hverjum degi, þekkti Tolla listamann, væri berdreymin, væri ágæt til heilsunnar, rak hænsnabú hér áður fyrr svo ég stikli á stóru.

Einnig komst ég að því að við erum á öndverðu meiði í pólitík. Fyrr á árum var hún vinstri manneskja en hallaði sér til hægri þegar hún uppgötvaði hvað hún þyrfti að borga mikinn eignarskatt. Þegar hægra aflið komst til valda var eignarskatturinn afnuminn og hún sælli en Ella.

Ég heyrði, á unglingsaldri, af þessari tilhneigingu fólks að verða íhaldssamara með aldrinum. Fyrir mér fór þetta illa saman, þ.e. að eldast og færast til hægri (þarna setti ég samansemmerki milli íhaldsins og hægri stefnu). Ég hélt að með aldrinum yrði maður skynsamari, samúðarfyllri, skilningsríkari, víðsýnni og þar fram eftir götunum. En svo virðist ekki vera. Maður verður víst þröngsýnn eiginhagsmunarseggur, ekki satt? Ég held að Ingbjörg ætti að endurskoða stjórnmálaskoðanir sínar, því hún er greinilega gjafmild.


Aðdáendabréf UJ

Fékk tölvupóst frá pabba í dag. Þar segir hann frá aðdáandabréfi Ungliðahreyfingar Jafnaðarmanna til baráttufólks á bökkum Þjórsár. Framkvæmdastjórn UJ dreif sig upp í sveit til að lýsa yfir aðdáun sinni á þeim styrk sem sýndur er gegn þrýstingi frá Landsvirkjun. Þarna er ég virkilega ánægður með UJ og nýju stjórn hennar undir forystu Önnu Pálu Sverrisdóttur og Evu Kamillu Einarsdóttur.

Aðdáendur allra landa sameinist Wink


mbl.is Dáðst að kjarki íbúa á Þjórsárbökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ishmael Beah

Ishmael BeahVar svo heppinn að komast á opinn fund Ishmael Beah í hádeginu (og komast yfirhöfuð fyrir). Lagði nokkuð tímanlega af stað en umferðarteppa við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar gerði það að verkum að ég steig fæti inn í Iðnó kl. 12:08 og fyrirlesturinn átti að byrja kl. 12:10.

Öll borð voru upptekin en ég náði að smeygja mér inn í salinn og planta mér upp við vegg. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti Ishmael og hvernig UNICEF tengist honum, manni sem lítur út fyrir að vera amerískur rappari í anda Snoop Dog nema í stað fléttanna er eins og Beah sé nýkominn úr 1200 snúninga þurrkara, allt upp í loft. Flottur karakter.

Beah sagði frá hræðilegri lífsreynslu sinni í heimalandi sínu, Afríkuríkinu Síerra Leóne. Hvernig hann, aðeins 13 ára gamall, var tekinn í her stjórnvalda og þvingaður inn í raunveruleika sem er svo fjarri þeim raunveruleika sem við búum við hér á Íslandi. Hann átti ekki annarra úrkosta völ en að verða útúrdópað, heilaþvegið morðtól stjórnvalda. Dópið deyfði hann öllum tilfinningum; að myrða varð daglegt brauð fyrir honum. Að horfast í í augu barns sem lifir og hrærist í þessum heimi er eins og að horfa í endalaust myrkur, sagði Beah. Móðir hans og tveir bræður voru drepin í stíðinu; herinn var eftir það hans fjölskylda.

Fyrir tilstuðlan Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF, tókst að bjarga Beah frá glötun. Á þeim tíma sem hann var færður undir hendur UNICEF hafði hann engan hug á að breyta líferni sínu. Það þurfti sterk bein og mikla aðstoð til að fara inn á réttar brautir. Það tókst og hingað var hann kominn til að opna augu og eyru Vesturlandabúa, sem búa í vernduðu umhverfi frá því helvíti sem 300.000 börn lifa og hrærast í dags daglega í heiminum, búin vopnum til að verja sig, drepa „óvininn“ og fá útrás fyrir hatrinu sem búið er að festa svo kyrfilega í þeirra saklausa huga.

Beah sagði það markmið margra barna, á þeim slóðum sem hann ólst upp, að komast til valda því með valdinu fylgja möguleikar á spillingu, með spillingunni fylgja möguleikar á efnislegum gæðum þannig að út frá þeim forsendum er vald eftirsóknarvert. Lái þeim hver sem vill. Þau vita einfaldlega ekki betur; fátækt knýr þau síðar til spillingaverka. Er ekki viss um að sú litla spilling sem fyrirfinnst hér á landi sé af sömu rótum.

Að fá tækifæri til að hlýða á frásögn Beah eru ekkert annað en forréttindi. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Keypti bókina sem hann skrifaði, „Um langan veg - Frásögn herdrengs“. Fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þessari 26 ára hetju. Hvet alla til að lesa þessa bók; þó ég sé rétt byrjaður á henni, er ég nokkuð viss um að hún sé eftirminnileg og þroskandi lesning.


Friður og kærleikur

Styð þessa hugmynd SHA heilshugar. Spurning um að ræða líka við Hugleiðslu- og Friðarmiðstöðina. Þar er kærleikurinn allsráðandi. Þekki það af eigin raun.
mbl.is Hernaðarandstæðingar bjóða til viðræðna um friðarstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hr. Runni og fleiri fífl

Var að horfa á dollarana hrannast upp á http://www.nationalpriorities.org/Cost-of-War/Cost-of-War-3.html sem sýnir stríðskostnað Bandaríkjanna í Írak.

Samkvæmt mínum mælingum eru þetta tæpir 200 þús. dollarar á mínútu eða um 12 milljónir í ísl. kr (dollarinn á 64 kr.). Þetta gera 770 milljónir kr. á klst. og rúmlega 18,4 milljarðar á dag.

Nú eru Bandaríkjamenn u.þ.b. þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar þannig að ef Ísland myndi leggja jafn mikið fram á hvern Íslending og Bandaríkjamenn gera á hvern íbúa þeirra (þ.e. ef þessar tölur eiga við um útgjöld Bandaríkjanna eingöngu, auðvitað eru fleiri sem henda peningum í þetta og aðrir sem tapa peningum og mannslífum, s.s. Írakar) þá væru það um 18,4 milljónir kr. sem Ísland myndi borga á dag eða 6,7 milljarðar á ári. Það eru rúmlega 60 kr. á hvern Íslending á dag sem gera um 22 þús. kr. á ári.


mbl.is Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's a downer

Horfði á Farenheit 9/11 í annað sinn í gær. Tók hana í vikuleigu hjá borgarbókasafninu. Fullt af góðum myndum þarna og ég borga ekki krónu fyrir, nema ég skili of seint (2ja daga leiga, nema á fræðslumyndum eins og þessari sem maður getur haft í viku). Maður getur reyndar ekki verið alveg 100% á því að fá sömu mynd og stendur á hulstrinu. Tók t.d. um daginn myndina Great Moments of The 20th Century. Áttaði mig á því þegar heim kom að þessi heimildarmynd skiptist í 3 DVD diska (í 3 hulstrum) og ég fékk sem betur fer fyrsta hlutann, 1900-1945, þrátt fyrir að utan á hulstrinu stæði 1970-2000. Lét safnið vita af þessu þegar ég skilaði disknum og tók fyrsta hlutann í von um að um annan hluta væri að ræða en því miður var þetta fyrsti hlutinn... aftur.

E-a hluta vegna finnst mér fróðlegt að lesa um og horfa á efni um 9/11 conceptið. Kannski vegna þess að ég leyfi mér að viðurkenna að ég er ekki sammála stefnu USA í mörgum málum og var aldrei sáttur við hersetuna þeirra hér á landi. Verð þó að taka fram að hryðjuverk eru aldrei ásættanleg, frekar en stríð. USA og fleiri herríki gera mikinn greinarmun á stríði og hryðjuverkum, það er í lagi að bomba á saklausa borgara ef þú lætur vita á undan: við erum að fara að bomba á ykkur. Hins vegar ef þú lætur ekki vita á undan þá stundarðu hryðjuverk. Ætli þetta séu ekki alþjóðlegar skilgreiningar og ég of tæpur til að skilja Woundering


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband