Færsluflokkur: Lífstíll

Hollt í víðu samhengi

Já, það er hollara fyrir okkur OG fyrir umhverfið. Samkvæmt rannsókninni er lífræn mjólk, ávextir og grænmeti næringarríkara en afurðir unnar á hefðbundin hátt (conventionally farm produce).

Er svo ekki hellingur af hollustu í tengslum við lífrænar afurðir sem erfitt er að mæla á vísindalegan hátt?  Fréttin frá BBC.


mbl.is Lífrænt ræktað grænmeti er hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnastuð

Þarna kemur enn ein ástæða fyrir mig að nota farsímann sem minnst. Er með tinnitus (eyrnasuð á íslensku) sem byrjaði reyndar áður en ég fékk mér farsíma, en ég ætla að segja frá þessu næst þegar e-r kvartar yfir því að ná ekki í mig.
mbl.is Farsíminn slæmur fyrir heyrn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokia, connecting people

Fór með mömmu að skoða Búseta-íbúð í Prestastíg í Grafarholti í hádeginu. Ágætis íbúð á 5. hæð með útsýni að Esjunni og Snæfellsjökli. Þegar við komum í Jónsgeislann kom fullorðin kona að bílnum. Ég vona að ég sé ekki að móðga hana með því að segja hana fullorðna Errm en þetta hugtak er nú stórskrýtið og er hægt að nota yfir fullvaxinn (kominn á manndómsaldur) jafnt sem gamlan einstakling skv. orðabók. Reyndar getur „fullorðinn“ einnig átt við um grófgert band. Ókey, segjum að hún hafi verið rétt tæplega fullorðin skv. skilgreiningu nr. 2.

Hún spyr hvort hún megi hringja úr gemsa hjá mér því hún væri læst úti. Það var auðvitað minnsta mál og ég bauð henni inn og kenndi henni á gemsann. Hún hringdi í dóttur sína sem virtist vera treg til að koma og opna fyrir þá gömlu en féllst á það fyrir rest. Hefði dóttir hennar bara séð skelfingarsvipinn á mömmu sinni þá hefði hún komið undir eins.

Svo spjölluðum við saman. Hún býr í gömlu, rauðu húsi sem er farið að stinga talsvert í stúf við umhverfið og hún búin að búa þarna í tugi ára og er ekkert á leið í burtu; gott hjá henni. Rétt áður en hún fór kom blaðberi með Fréttablaðið, í annað sinn í dag. Þá sagði sú gamla: „Ég fæ aldrei fríblöðin til mín, ég er bara áskrifandi að Morgunblaðinu.“ Við það rétti ég henni Fréttablaðið, hafði náttúrulega ekkert að gera með tvö eintök. Þegar hún var komin út og á leið heim til sín snéri hún við og spurði: „Bíddu... á ég ekki að borga fyrir símtalið?“ Ég neitaði því; sagði henni það væri bara ánægjulegt að geta orðið að liði.

Fjórum tímum síðar bankaði hún upp á með dóttursyni sínum og rétti mér nýjasta eintak Vikunnar (plastað) og dagblað. Hélt að hún væri að skila mér Fréttablaðinu en þá var þetta Moggi dagsins, takk fyrir.

Skilaboð dagsins: Það borgar sig að hjálpa og... fáið ykkur 3G Halo

Sjáumst


Seiðandi sykurinn

Það er aðallega tvennt sem vakti áhuga minn í þessari frétt. Annars vegar að það kemur hvergi fram hverjir framkvæmdu þessa rannsókn og hins vegar koma niðurstöðurnar mér ekki á óvart, ég kaupi hana, alla vega frekar en sykurinn.

Hafið þið tekið eftir því til dæmis hvað það er mikill sykur í kökum frá flestum íslenskum bakaríum? Og neytandinn þegir þunnum hljóðum. Af hverju er það? Woundering

Prófið brauðið og kökurnar frá Brauðhúsinu í Grímsbæ. Lífrænt hráefni notað, brauðið bragðgott og sykurinn í kökunum í algjöru lágmarki.

Með því að draga úr sykurneyslunni finn ég meira og betra bragð af matnum. Mæli eindregið með því. Kostirnir við að draga úr sykurneyslunni eru auðvitað mun fleiri sem óþarfi er að fara hérna inn á.


mbl.is Sykurinn verri en kókaín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband