Af nöglum

Við bíllinn fórum út á lífið um daginn, alla leið í Nóatún. Á leiðinni hellirigndi, að mér fannst og loksins fengu rúðuþurkurnar eitthvað að gera. Það var risaþægilegt að koma út í rigninguna, ekki það að sólin stendur fyrir sínu þegar hún lætur sjá sig. Það lifnar allt við, græni liturinn sterkari, lyktin unaðsleg og fersk.

Var að naglhreinsa í gær með Kristínu í stanslausri rigningu. Náðum að hreinsa alla sýnilega nagla (hættulega mikið af „sýn“ í blogginu hjá mér; mætti halda að ég væri að auglýsa Sýn2 eins og félagi minn Kjartan Due Nielsen). Nú er búið að rífa niður alla stillansa í kringum húsið; næsta verk er að steypa undirstöður fyrir pallinn en steypustoðirnar eru komnar í jörðu. Vá hvað verður gaman þegar pallurinn verður kominn og sólívari fyrir flýtiloftinu.

Fór svo í manngerða sturtu og fékk mér að drekka. Þá hringir Björn Sigurjóns klukkan rúmlega 5, þá mættur á Kaffitár í Bankastræti þar sem við ætluðum að hittast. Svo mætti ég kl. 17:37 og Björn hinn rólegasti að lesa ljóðabók eftir vinkonu sína. Ég var búinn að gleyma þessari áætlan okkar, reyndar í síðustu viku hélt ég að við ætluðum að hittast og var í startholunum þegar hann benti mér á að við hefðum ákveðið gærdaginn. Björn er þessi manngerð sem maður vill eiga sem vin enda traustur og húmoristi. Þó hittumst við lítið en örugglega og alltaf jafn ánægjulegt. Hann er farinn að ljósmynda og hefur haldið sýningar sem ég hef misst af. Stefni á að fara á næstu sýningu hans en myndirnar rokseljast svo það hlýtur að vera eitthvað í myndirnar spunnið. Ég veit þó hvenær við hittumst næst; 6. október enda mun hann þá halda upp á RISA afmæli þó afmælisdagurinn sjálfur hafi verið 16. júní. Til hamingju Björn.

Eftir annasaman dag skellti ég mér í hugleiðslu hjá Hugleiðslu- og Friðarmiðstöðinni. Gekk illa að róa hugann enda hátt uppi af sælu að sjá fyrir mér kvonfang. Eftir hugleiðsluna spjallaði ég við nöfnu mína sem mér fannst vera kunnugleg og spurði hana hvort ég hafi séð hana þegar ég tók umhverfisfræðikúrs í líffræðiskori. Það stóð heima og kom meira að segja á daginn að hún er systir Svanhildar á Námsmatinu. Það er margt sameiginlegt með þeim. Fyrir utan að vera báðar hávaxnar hafa þær keimlíkan húmor og talanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband