Nú er ég farinn
meinilla farinn
og búinn að veraþverrandi þol
ekkert hægt að gera...nema skella sér til Manchester og Liverpool; á Old Trafford og Anfield. Ekki nema tæpir sex tímar í flug og tveir dagar í Anfield. Júhúúúú
Stína fína bauð mér í fertugsafmælið sitt í kvöld og svo á ég boð í fertugsafmæli Björns á morgun og ég vel mér akkúrat þessa helgi til að hverfa úr landi. Þá er ekkert annað að gera en að óska Birni og Stínu til hamingju með þennan áfanga með ósk um glimmrandi gleði í veislunni. Ég nálgast ykkur óðum í aldri og verð með ykkur í anda þó ég komist ekki í veislurnar
Bloggar | 5.10.2007 | 12:06 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verð að hrósa Agli Helgasyni og nýja bókmenntaþættinum hans á RÚV. Egill er greinilega vel lesinn og undirbúinn fyrir hvern þátt. Svo hefur hann tvö skemmtileg hjálpardekk með sér, Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Pál Baldvin Baldvinsson. Fastur liður í þættinum er viðtal við Braga bóksala sem man tímanna tvenna og ritin rómuðu langt aftur í tímann.
Það fór stundum aðeins í taugarnar á mér þegar Egill margtók hvert orð í Silfrinu og virtist vera á yfirsnúningi. Þarna er hann yfirvegaðri og er að fjalla um efni sem hann nær góðum tökum á. Mér skilst að Silfur Egils sé á næsta leyti; verður spennandi að fylgjast með honum þar og hvort hann nái að anda djúpt þannig að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann fari yfirum á snúningi. Egill er góður í Silfrinu en þarna er hann svo klárlega á heimavelli, að mínu mati. Egill, vertu yfirvegaður í jólabókaflóðinu, annars gætirðu orðið undir því og það vill enginn. Ég mun halda áfram að kíkja á þig í Kiljan og sogast að Silfrinu þegar þar að kemur.
Líklega er þetta merki um að ég sé að verða gamall. Ekki eina merkið heldur er ég farinn að ryðga, með grá hár og bumbu (sem kom fyrst á þrítugusta afmælisdeginum mínum). En mér líður bara vel yfir því og það er það sem að skiptir máli.
Bloggar | 4.10.2007 | 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, kominn tími á nýja bloggfærslu. Hef verið á kafi í Önnum að undanförnu þannig að lítill tími hefur gefist til að tjá mig hérna á meðan.
Var í brúðkaupi í gær sem haldið var í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðadalnum. Steinunn og Stefán voru gefin saman af Allsherjargoðanum í regnúðanum við Elliðaárdalnum Mikill sjarmi yfir þessar athöfn.
Gjafir voru afþakkaðar en hins vegar komu gestir með söngolíu og e-ð matarkyns með sér. Ég kom með líter af Íslensku brennivíni og harðfisk. Eftir matinn lét ég, eða öllu heldur Eiríkur Ágúst, flöskuna (þessa vinstri grænu eins og hann kallaði hana) og harðfiskinn ganga einn hring um borðin. Harðfiskurinn nánast kláraðist meðan 90% af söngolíunni kom til baka, sennilega vegna þess að þetta var lélegur árgangur.
IQ-vísitala okkar sjö sem sátum við sama borðið (Lonní, Baldur, Eiríkur, Oddný, Valdimar og Rósmarý) var sjálfsagt vel undir meðal greindarvísitölu þeirra 65 gesta sem voru í veislunni. Ekki vegna þess að sessunautar mínir séu eitthvað tæpir heldur vegna þess að í veislunni var ekki þverfótað fyrir sigurvegurum í Gettu Betur í gamla daga (Sveinn Guðmarsson, Ármann og Sverrir Jakobssynir, fjölmargir MR-sigurvegarar sem ég þekki bara í sjón). Þeir sem ekki höfðu sigrað í Gettu Betur voru pólitíkusar og/eða hernaðarandstæðingar s.s. eins og Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Auður Lilja formaður Ungliðahreyfingar Vg, Paul Nikolov og Sigurður Flosason. Fullt af skemmtilegum ræðum voru haldnar auk þess sem Svavar Knútur trúbador flutti nokkur lög. Þrælgóður performer þar á ferð. Svo endaði þetta á að nokkrir strákar (í hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir) spiluðu fyrir dansi. Hafi brúðkaupið fyrir norðan verið frumlegt þá sló þetta öllu við. Fjörugt, frumlegt og fumlaust.
Innilega til hamingju með heitbindinguna Steinunn og Stefán og kærar þakkir fyrir frábæran dag og kvöld.
Um tvöleytið fórum við sjö með leigubíl niður í bæ. Byrjuðum á Boston og færðum okkur svo á B5. Verst hvað ég þekkti fáa þarna og var auk þess að leka niður af þreytu. Beið eftir leigubíl í hálftíma í röð við Lækargötuna og var kominn heim um kl. 6. Sofnaði yfir leik Wigan og Liverpool sem ég hafði tekið upp í gærdag.
Dagurinn í dag hefur farið í þynnku, göngutúr og sjónvarpsgláp. Allt sem ég var búinn að reikna með og undirbúa mig fyrir. Svona dagar eiga að vera frídagar.
Bloggar | 30.9.2007 | 23:55 (breytt 1.10.2007 kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samkynhneigð var einmitt fundin upp á Vesturlöndum. Hver ætli hafi fattað upp á henni? Snilldarlausn til að draga úr offjölgun mannkyns, ekki satt?
Verð hins vegar að taka undir gagnrýni Ahmadinejad á dauðarefsingar í USA. Má ekki styggja við USA líka?
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.9.2007 | 21:06 (breytt 25.9.2007 kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var svo heppinn að komast á opinn fund Ishmael Beah í hádeginu (og komast yfirhöfuð fyrir). Lagði nokkuð tímanlega af stað en umferðarteppa við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar gerði það að verkum að ég steig fæti inn í Iðnó kl. 12:08 og fyrirlesturinn átti að byrja kl. 12:10.
Öll borð voru upptekin en ég náði að smeygja mér inn í salinn og planta mér upp við vegg. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti Ishmael og hvernig UNICEF tengist honum, manni sem lítur út fyrir að vera amerískur rappari í anda Snoop Dog nema í stað fléttanna er eins og Beah sé nýkominn úr 1200 snúninga þurrkara, allt upp í loft. Flottur karakter.
Beah sagði frá hræðilegri lífsreynslu sinni í heimalandi sínu, Afríkuríkinu Síerra Leóne. Hvernig hann, aðeins 13 ára gamall, var tekinn í her stjórnvalda og þvingaður inn í raunveruleika sem er svo fjarri þeim raunveruleika sem við búum við hér á Íslandi. Hann átti ekki annarra úrkosta völ en að verða útúrdópað, heilaþvegið morðtól stjórnvalda. Dópið deyfði hann öllum tilfinningum; að myrða varð daglegt brauð fyrir honum. Að horfast í í augu barns sem lifir og hrærist í þessum heimi er eins og að horfa í endalaust myrkur, sagði Beah. Móðir hans og tveir bræður voru drepin í stíðinu; herinn var eftir það hans fjölskylda.
Fyrir tilstuðlan Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF, tókst að bjarga Beah frá glötun. Á þeim tíma sem hann var færður undir hendur UNICEF hafði hann engan hug á að breyta líferni sínu. Það þurfti sterk bein og mikla aðstoð til að fara inn á réttar brautir. Það tókst og hingað var hann kominn til að opna augu og eyru Vesturlandabúa, sem búa í vernduðu umhverfi frá því helvíti sem 300.000 börn lifa og hrærast í dags daglega í heiminum, búin vopnum til að verja sig, drepa óvininn og fá útrás fyrir hatrinu sem búið er að festa svo kyrfilega í þeirra saklausa huga.
Beah sagði það markmið margra barna, á þeim slóðum sem hann ólst upp, að komast til valda því með valdinu fylgja möguleikar á spillingu, með spillingunni fylgja möguleikar á efnislegum gæðum þannig að út frá þeim forsendum er vald eftirsóknarvert. Lái þeim hver sem vill. Þau vita einfaldlega ekki betur; fátækt knýr þau síðar til spillingaverka. Er ekki viss um að sú litla spilling sem fyrirfinnst hér á landi sé af sömu rótum.
Að fá tækifæri til að hlýða á frásögn Beah eru ekkert annað en forréttindi. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Keypti bókina sem hann skrifaði, Um langan veg - Frásögn herdrengs. Fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þessari 26 ára hetju. Hvet alla til að lesa þessa bók; þó ég sé rétt byrjaður á henni, er ég nokkuð viss um að hún sé eftirminnileg og þroskandi lesning.
Stjórnmál og samfélag | 24.9.2007 | 20:44 (breytt 24.10.2007 kl. 09:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Liverpool spilaði á heimavelli á móti liði sem pakkaði í vörn, líkt og íslenska landsliðið gerir gjarnan. Liverpool menn voru afkaplega staðir, lítil hreyfing á liðinu. Af hverju kom Torres ekki fyrr inn á? Tek það samt ekki af Birmingham að þeir vörðust vel, mjög vel.
![]() |
Stórsigur Arsenal - markalaust hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 22.9.2007 | 16:16 (breytt kl. 21:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Tveir leikmenn Liverpool fótbrotnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 20.9.2007 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Farsíminn slæmur fyrir heyrn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.9.2007 | 18:07 (breytt 20.9.2007 kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vísindi og fræði | 19.9.2007 | 16:25 (breytt 20.9.2007 kl. 09:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Hernaðarandstæðingar bjóða til viðræðna um friðarstofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.9.2007 | 14:26 (breytt kl. 14:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar