Færsluflokkur: Bloggar

Hollt í víðu samhengi

Já, það er hollara fyrir okkur OG fyrir umhverfið. Samkvæmt rannsókninni er lífræn mjólk, ávextir og grænmeti næringarríkara en afurðir unnar á hefðbundin hátt (conventionally farm produce).

Er svo ekki hellingur af hollustu í tengslum við lífrænar afurðir sem erfitt er að mæla á vísindalegan hátt?  Fréttin frá BBC.


mbl.is Lífrænt ræktað grænmeti er hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er akkúrat komið nóg

Hvað á ég að gera við DV og Símann? Er búinn að segja upp „áskriftinni“ að DV en fékk það samt sent heim þrjá mánudaga eftir það. Ég er 3x búinn að hringja í Símann hf. til að benda þeim á að ég er ekki að fara að borga fyrir númer og línu (fyrir september og október sl.) sem ég notaði síðast fyrir rúmum tveimur árum síðan. Ég veit að ég er vinsæll neytandi en hvað á þetta að fyrirstilla; annars vegar að troða upp á mig dagblað sem ég virði álíka mikið og Hr. Runna og hins vegar að rukka mig fyrir ekki neitt eins og Síminn hf. gerir í gegnum netbankann minn.

HJÁLP Shocking


Fundin

Gleraugnagrín


Gleraugun og Grínspan

GrínspanAlan Greenspan nýtur mikillar virðingar og ég hlusta á það sem að hann segir. Að segja að innan við helmingslíkur séu á kreppu eru miklar líkur; þær geta verið óendanlega nálægt því að vera helmingslíkur.

Eitt af því fáa sem mig vantar í líf mitt er myndin af Greenspan þar sem hann andar á gleraugun sín til að þrífa þau. Sú mynd er jafn mikið í metum hjá mér og Greenspan sjálfur. Getur e-r sent mér þessa mynd eða bent mér á hvar sé hægt að nálgast hana? Hún birtist í fréttablöðum landsins fyrir nokkrum árum síðan.


mbl.is Greenspan telur litlar líkur á kreppu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djévaff

Fyrir nokkrum vikum fór Dagblaðið Vísir að berast inn um lúguna, í plasti, áritað mér. Ég var ekki par hrifinn en lét þetta yfir mig ganga í þrjú skipti og þá fór ég að sjá ákveðið munstur; DV kom aðeins til mín á mánudögum.

Fyrir helgina sá ég í netbankanum hjá mér að bæði 365 - miðlar ehf og Fétt ehf vildu rukka mig um 4171 kr. Vissi að 365 væri að rukka mig fyrir áksrift að Sýn2 en af hverju vildi Frétt ehf rukka mig um sömu upphæð?

Hringdi í áskriftarþjónustunúmer DV og bað um að senda mér ekki DV. Fékk þau svör að hún gæti ekkert gert að því þó að 365 væri að senda mér blaðið sem hún sér um áksriftarþjónstu á. Þá spurði ég hana hvort hún gæti gefið mér beint samband við 365 en svo reyndist ekki vera.

Hringdi þá í visir.is og bað um áskriftarþjónustuna. Þar ætlaði starfsstúlkan að biðja e-n að taka mig af lista þeirra sem fá DV sent frítt heim á mánudögum. Hver vill láta pranga upp á sig svona sorpriti?


Aðdáendabréf UJ

Fékk tölvupóst frá pabba í dag. Þar segir hann frá aðdáandabréfi Ungliðahreyfingar Jafnaðarmanna til baráttufólks á bökkum Þjórsár. Framkvæmdastjórn UJ dreif sig upp í sveit til að lýsa yfir aðdáun sinni á þeim styrk sem sýndur er gegn þrýstingi frá Landsvirkjun. Þarna er ég virkilega ánægður með UJ og nýju stjórn hennar undir forystu Önnu Pálu Sverrisdóttur og Evu Kamillu Einarsdóttur.

Aðdáendur allra landa sameinist Wink


mbl.is Dáðst að kjarki íbúa á Þjórsárbökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarhugaður fundur

Á það til að lesa of hratt; stafirnir hliðrast og þannig fá orðin jafnvel aðra merkingu en þeim er ætlað. Er líka svo barnslega þenkjandi að trúa á hið góða í lífinu. Þannig verður svo hlutlaust orð eins og fyrirhugaður fundur að fundi friðar. Kannski felst lausnin á mörgum vandamálum heimsins í breyttu hugarfari. Hugsa að Dalai Lama gæti kvittað undir það.
mbl.is Kínverjar hvetja Bush til að hætta við fund með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég kominn

Þá er bulluferðin búin

ég orðinn lúinn

2 stig í súginn 

ég peningum rúinn.

Þetta er allt satt nema að ég er ekki lengur lúinn enda búinn að hvíla mig vel eftir heimferðina... og svo er ég ekkert peningum rúinn (þrátt fyrir feita reikninga sem biðu mín heima)... nú stigin 2, Liverpool átti ekkert meira skilið en eitt.

Ferðin byrjaði ekkert allt of vel því þegar við komum til Manchester fylgdi enginn farangur með okkur Stjána. Ástæðuna mátti rekja til þess að við fengum sæti á Saga Class (sem ég hef aldrei orðið svo frægur fyrir að prófa áður).  Sætin fengum við á síðustu stundu en farangurinn fékk hins vegar engin sæti og því fór sem fór. Við Stjáni vorum því orðnir rónalegir og illa lyktandi á sunnudagskvöldið þegar töskurnar komu loks. Við gistum á Victoria & Albert hótelinu sem er flott gamaldags hótel (í 150 ára húsi sem er fyrrum vörugeymsla).

Við tókum svo laugardaginn snemma og fórum í United Megastore þar sem hægt var að kaupa allskyns varning (og drasl) og þar var vart þverfótað fyrir kaupglöðum aðdáendum sem ég þoldi illa svo ég fór rakleiðis út og beið þar eftir feðgunum Herði og Héðni. Við þrír fórum svo í  tjald aðdáenda (fan zone) þar sem hægt var að spila fótbolta tölvuleiki, fara í pílukast, horfa á beina útsendingu frá vellinum (viðtöl) eða þætti um United, kaupa og drekka Budwiser svo fátt eitt sé nefnt.

Vorum sestir í sætin okkar rúmlega klst. fyrir leik. Með aðgöngumiðanum fylgdi tilkynning þar sem kom fram að ekki ætti að sýna andstæðingum United stuðning. Þegar Wigan liðið var kynnt í hátalarakerfinu púuðu 70 þúsund United aðdáendur ákaft (þvílíkur barnaskapur og óþroski). Fyrir leikinn var hávær tónlist spiluð og hugtakið múgæsing var mér efst í huga.

Markalaust var í fyrri hálfleik og ég spurði sessunaut minn hvaðan hann væri. Noregur var svarið og ég sagði honum sem stoltur Norðurlandabúi að ég kæmi frá Íslandi. Honum þótti það nú lítið merkilegt ekki síst þegar mér varð á að tilkynna honum að ég væri Liverpool aðdáandi og við félagarnir ætluðum að fara á Anfield á morgun. Veit ekki hvað ég var að spá enda fékk ég illt augnaráð í kjölfarið. United yfirspilaði svo Wigan liðið í seinni hálfleik og sigrðaði verðskuldað 4-0.

Þá var ekkert annað að gera en að samfagna með feðgunum og býða spenntur eftir Anfield, Mekka fótboltans. Steve nokkur sótti okkur á mánudagsmorgninum og við vorum mættir snemma á leikinn, eins og daginn áður og fengum sæti gegnt The Kop, frægustu áhorfendastúku á þessum hnetti. Magnað hvað völlurinn var lítill, allt minna í sniðum en ég hafði gert mér í hugarlund eftir að hafa horft á aðeins fleiri en einn leik af Anfield í kassanum.

Svo tók við hápunkturinn í ferðinni. You’ll never walk alone var kyrjað sem aldei fyrr; þvílík stemning og ég söng hástöfum um leið og ég tók stemninguna upp á mynd og hljóð. Fór svo álíka langt niður og ég fór upp þegar heim kom og ég hlustaði á hvað ég er hræðilegur söngvari. Held þessari upptöku bara fyrir mig til að minna mig á að stilla á mute næst þegar ég ætla að syngja hástöfum.

Liverpool spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, fengu þrjú dauðafæri og skoruðu eitt mark en fengu á sig eitt rétt fyrir leikslok. Í upphafi seinni hálfleiks fengu mínir menn annað mark á sig en náðu að bjarga sér fyrir horn þegar táningurinn Torres jafnaði á annarri mínútu uppbótartímans.

Við fjórir vorum sammála um að stemningin hafi verið betri á Anfield enda mikið sungið og trallað, einkum í fyrri hálfleik. Leikirnir tveir buðu upp á átta mörk og eftir situr minnisstæð ferð og gaman að hafa kynnst þessari hlið áhugamáls míns. Ætla að bíða með að fara á Stanley Park (nýja Liverpool völlinn) í nokkra tugi ára, er ekki þessi týpíska bulla (eins og ég vissi reyndar vel fyrir ferðina).

Tókum lest til London á mánudeginum, kíktum á Buckinham Palace, Big Ben og fleiri merkar byggingar. Við Stjáni fengum flugmiða hálftíma fyrir flug, að þessu sinni á almennu farrými, eins og almúginn. Draumurinn um betri tíð með blóm í haga til handa Liverpool sótti svo á mig þegar heim kom, eftir stutt ævintýri í landi englanna.


Nú er ég farinn

Nú er ég farinn

meinilla farinn

og búinn að vera

þverrandi þol

ekkert hægt að gera...  

nema skella sér til Manchester og Liverpool; á Old Trafford og Anfield. Ekki nema tæpir sex tímar í flug og tveir dagar í Anfield. Júhúúúú W00t

Stína fína bauð mér í fertugsafmælið sitt í kvöld og svo á ég boð í fertugsafmæli Björns á morgun og ég vel mér akkúrat þessa helgi til að hverfa úr landi. Þá er ekkert annað að gera en að óska Birni og Stínu til hamingju með þennan áfanga með ósk um glimmrandi gleði í veislunni. Ég nálgast ykkur óðum í aldri og verð með ykkur í anda þó ég komist ekki í veislurnar Wink


Kiljan

Verð að hrósa Agli Helgasyni og nýja bókmenntaþættinum hans á RÚV. Egill er greinilega vel lesinn og undirbúinn fyrir hvern þátt. Svo hefur hann tvö skemmtileg hjálpardekk með sér, Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Pál Baldvin Baldvinsson. Fastur liður í þættinum er viðtal við Braga bóksala sem man tímanna tvenna og ritin rómuðu langt aftur í tímann.

Það fór stundum aðeins í taugarnar á mér þegar Egill margtók hvert orð í Silfrinu og virtist vera á yfirsnúningi. Þarna er hann yfirvegaðri og er að fjalla um efni sem hann nær góðum tökum á. Mér skilst að Silfur Egils sé á næsta leyti; verður spennandi að fylgjast með honum þar og hvort hann nái að anda djúpt þannig að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann fari yfirum á snúningi. Egill er góður í Silfrinu en þarna er hann svo klárlega á heimavelli, að mínu mati. Egill, vertu yfirvegaður í jólabókaflóðinu, annars gætirðu orðið undir því og það vill enginn. Ég mun halda áfram að kíkja á þig í Kiljan og sogast að Silfrinu þegar þar að kemur.

Líklega er þetta merki um að ég sé að verða gamall. Ekki eina merkið heldur er ég farinn að ryðga, með grá hár og bumbu (sem kom fyrst á þrítugusta afmælisdeginum mínum). En mér líður bara vel yfir því og það er það sem að skiptir máli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband