Hollt í víðu samhengi

Já, það er hollara fyrir okkur OG fyrir umhverfið. Samkvæmt rannsókninni er lífræn mjólk, ávextir og grænmeti næringarríkara en afurðir unnar á hefðbundin hátt (conventionally farm produce).

Er svo ekki hellingur af hollustu í tengslum við lífrænar afurðir sem erfitt er að mæla á vísindalegan hátt?  Fréttin frá BBC.


mbl.is Lífrænt ræktað grænmeti er hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórhallsson

Það hefur samt verið bent á að lífræn ræktun er umtalsvert plássfrekari en hefðbundin og síðan lífrænt byrjaði að vera "inn" hefur ágangur í skóglendi aukist til muna vegna þess hve mikið ræktunarland þarf til þess að rækta lífrænt.

Hins vegar er ég samála því að það er mjög gott og ég ætla ekki að rengja það að það sé hollara en ég get ekki séð að það sé hollara fyrir umhverfið. 

Tryggvi Þórhallsson, 31.10.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Takk fyrir þetta Tryggvi. Þetta er áhugaverður punktur. Það má vel vera að bændur sem stunda lífræna ræktun gangi á skóglendi (líkt og aðrir bændur) en á móti kemur að við lífræna ræktun er jarðveginum skilað í betra ásigkomulagi en við hefðbundna ræktun. Þegar mikið er notað af kemískum efnum við ræktun verður jarðvegurinn snauðari af næringarefnum og það getur tekið mörg ár að vinna hann til baka.Í lífrænni framleiðslu er t.a.m. bannað að nota auðleystan tilbúinn áburð og kemísk varnarefni gegn skordýrum og íllgresi. Eingöngu eru notuð lífræn áburðarefni og markviss skiptiræktun. Þetta er gert til að örva frjósemi jarðvegs og vinna gegn meindýrum og íllgresi.Mengun í jarðvegi vegna kemískra efna er engin í lífrænni ræktun auk þess að útskolun á næringarefnum er haldið í lágmarki. Leitast er við að viðhalda lokaðri hringrás næringarefna, þar sem notuð eru öll þau lífrænu næringarefni sem til falla á búinu sjálfu. Séu notuð aðflutt næringarefni verða þau að vera af lífrænum uppruna.

Vaxandi fjöldi fólks kaupir lífrænar vörur og það er „inni“ að kaupa þessar vörur. Ég fagna því þó þessi ræktunaraðferð sé ekki fullkomin eins og þú bendir á. Mitt mat er að þetta er besta aðferðin sem við getum búið við í dag.

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 31.10.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Steinar Örn

Annar punktur gleymist oft þegar minnst er á hversu hollt lífræn ræktun er fyrir umhverfið. Lífrænkt ræktað grænmeti sem selt er hér á landi er oft ræktað í fjarlægum löndum t.d. Suður-Ameríku.

Hversu gott fyrir umhverið er bílferðin frá akrinum í Brasílíu í næstu borg og síðan flugið eða flugin alla leið til Íslands?

Veljum íslenskt

Steinar Örn, 31.10.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Tek undir það. Verslum vörur úr heimabyggð eins og kostur er. Höfum þetta líka í huga þegar við erum stödd í útlandinu, þ.e. verslum vörur sem koma frá því svæði sem við erum stödd í hverju sinni. 

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 31.10.2007 kl. 17:20

5 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Vil bara bæta því við að að lífefldur búskapur (biodynamic) er ein tegund lífrænnar ræktunar en sá búskapur á rætur að rekja til kenninga Rudolfs Steiners. Þar gegna sk. safnhaugshvatar veigamiklu hlutverki. Þessi ræktun er toppurinn í lífrænni ræktun að mínu mati.

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 31.10.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband