Um langan veg

IshmaelÞá er ég loks búinn að lesa bók Ishmael Beah, Um langan veg - Frásögn herdrengs. Hvað getur maður sagt eftir svona lestur?

Einstakt afrek er það sem mér er efst í huga. Líkurnar á að vel skrifuð frásögn sem þessi komist á prent eru hverfandi. Ástæðurnar liggja í því að viðkomandi höfundur þarf að hafa lifað af marga skotbardaga, hafa sterk bein, gott minni og góða frásagnarhæfileika. Lýsingar á aðstæðum, persónum og hans eigin tilfinningaupplifunum dýpka skilning lesandans á þeim síbreytilega veruleika sem hann lifði við. Svona er lýsing Beah, í stríðinu, þegar hann kemst að því að hans nánasta fjölskylda hafi verið drepin:

„Ég stirðnaði allur upp. Aðeins augun í mér hreyfðust og opnuðust og lokuðust á víxl. Ég reyndi að hrista á mér fótleggina til að koma blóðrásinni af stað en féll til jarðar og greip um andlitið. Mér fannst eins og augntóftirnar rúmuðu ekki lengur augun í mér. Ég fann hvernig þau þöndust út, og sársaukinn leysti líkama minn úr stjarfaástandinu... Líkami minn var tilfinningalaus. Hendur mínar og fætur börðu og spörkuðu í brennandi veggina en ég fann ekki fyrir neinu.“

Eftir fimm mánaða dvöl, meðferð og afvötnun á heimili UNICEF, Barnahjálpar Sameinðu Þjóðanna:

„Mér finnst eins og ég hafi ekkert til að lifa eftir lengur,“ sagði  ég og talaði hægt. „Ég á enga fjölskyldu, ég er einn eftir. Enginn getur sagt sögur af barnæsku minni.“ Ég saug upp í nefið.

Að sumu leyti er þessi bók eins og spennusaga af gestu gerð en að öðru leyti ekki. Hún er sönn, mannleg og snerti mig djúpt. Þá tilfinningu fæ ég ekki við lestur spennusagna. Hafir þú áhuga á að lesa þessa bók þarftu ekki annað að gera en að fá hana lánaða hjá mér, nú eða kaupa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband