Stjarnfræðilegar pælingar

Skrapp með mömmu austur fyrir fjall til Gunnþórs og fjölskyldu. Þegar við komum í stofuna blasti við okkur RISA stjörnukíkir sem Rebekka Sif fékk í afmælisgjöf. Hlakka til að fá stjörnur í augun þegar viðrar vel til loftárása og skilyrði góð til að kíkja á himingeiminn. Rebekka gaf mér svo rós í hnappagatið sem hún ræktaði sjálf og hafði pakkað inn í sellófón.

Horfðum á Victortia comes to Amerika. Ég vil ekki meina að kryddið sé heimskt en rosalega lagði hún mikið upp úr því að heilla kanann í borg englanna. Hún var að leita að hreiðri fyrir fjölskylduna og í þeirri leit tókst henni að fanga athygli löggunar sem benti henni á að spænska ökuskírteinið gilti ekki í landi frelsisins og tækifæranna Police Næst var sýnt frá því þegar hún tók bóklega prófið og var með heimilishjálpina í metersfjarlægð svona til að fá hjálp við erfiðu spurningarnar. Yfirsetukallinn gerði athugasemd þegar þær voru á spjalli en hún sagði að þær hafi verið að fjalla um hártískuna. Jeræt.

Stoppaði 2x á leiðinni í bæinn til að taka ljósmyndir af stórkostlegri litablöndu skaparans þarna uppi. Hvernig fer hann að þessu? Þessi sýn var alveg á heimsmælikvarða og geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Svabbi sæti

Gaman að lesa bloggið þitt og hvet ég þig ákaft til að halda þessu áfram :-)  Geðveikar sólarlagsmyndirnar þínar, teknar með flottu myndavélinni þinni  !!

Kitta kúl

Kitta kúl (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband