Er að sjá fyrir endann á sýninni

Jæja, nú er ég kominn með nýjan afruglara og búinn að skila þeim gamla til að ná leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. Beið með að tengja þann nýja þar til þau hjá 365 opnuðu fyrir Sýn2 sem var víst í gær.

Ég tengdi og tengdi og er enn að tengja en engin Sýn2 í mínu sjónvarpi. Beið í símanum í 15 mín eftir þjónustufulltrúa fyrir mat án þess að ná sambandi. Eftir matinn beið ég í 45 mín og þá loksins, loksins gerðist eitthvað og dama mætti í símann að svara langþyrstum fótboltaáhugamanni. Fórum yfir stöðvarnar sem ruglarinn gaf upp (bara tíðnisvið, ekki stöðvar). Niðurstaðan: Ég er ekki með örbylgjuloftnet en næ sjónvarpinu með breiðbandinu.

Möguleikarnir: Fá mér örbylgjuloftnet eða afruglara hjá Símanum. Já, auðvitað. Sýn2 næst ekki í gegnum breiðbandið með afruglara frá 365. Þetta átti ég auðvitað að vita.

Nú er að húrra kl. 10 í Kringluna að sækja aftur afruglara hjá Símanum og borga 563 kr. á mánuði í leigugjald til að horfa á sjónvarpsefni hjá samkeppnisaðilanum. Þarna bætast 5630 kr. yfir veturinn og enski boltinn þennan veturinn því kominn í 4733 kr. á mánuði í stað 4170 kr. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjört RIPOFF!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fótboltaáhugamaður (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 10:11

2 identicon

Er eini áhugamaður um fótbolta í fjölskyldunni og systur mínar fengu stöð 2 og stóra pakkann og ég Sýn nú má annaðhvort hafa sýn eða sýn 2 

áfram MU

Manchester united Fan (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 10:18

3 identicon

Þetta er allt of dýrt. Ég tími þessu ekki

Ásgeir (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband