Færsluflokkur: Bækur
Þá er ég loks búinn að lesa bók Ishmael Beah, Um langan veg - Frásögn herdrengs. Hvað getur maður sagt eftir svona lestur?
Einstakt afrek er það sem mér er efst í huga. Líkurnar á að vel skrifuð frásögn sem þessi komist á prent eru hverfandi. Ástæðurnar liggja í því að viðkomandi höfundur þarf að hafa lifað af marga skotbardaga, hafa sterk bein, gott minni og góða frásagnarhæfileika. Lýsingar á aðstæðum, persónum og hans eigin tilfinningaupplifunum dýpka skilning lesandans á þeim síbreytilega veruleika sem hann lifði við. Svona er lýsing Beah, í stríðinu, þegar hann kemst að því að hans nánasta fjölskylda hafi verið drepin:
Ég stirðnaði allur upp. Aðeins augun í mér hreyfðust og opnuðust og lokuðust á víxl. Ég reyndi að hrista á mér fótleggina til að koma blóðrásinni af stað en féll til jarðar og greip um andlitið. Mér fannst eins og augntóftirnar rúmuðu ekki lengur augun í mér. Ég fann hvernig þau þöndust út, og sársaukinn leysti líkama minn úr stjarfaástandinu... Líkami minn var tilfinningalaus. Hendur mínar og fætur börðu og spörkuðu í brennandi veggina en ég fann ekki fyrir neinu.
Eftir fimm mánaða dvöl, meðferð og afvötnun á heimili UNICEF, Barnahjálpar Sameinðu Þjóðanna:
Mér finnst eins og ég hafi ekkert til að lifa eftir lengur, sagði ég og talaði hægt. Ég á enga fjölskyldu, ég er einn eftir. Enginn getur sagt sögur af barnæsku minni. Ég saug upp í nefið.
Að sumu leyti er þessi bók eins og spennusaga af gestu gerð en að öðru leyti ekki. Hún er sönn, mannleg og snerti mig djúpt. Þá tilfinningu fæ ég ekki við lestur spennusagna. Hafir þú áhuga á að lesa þessa bók þarftu ekki annað að gera en að fá hana lánaða hjá mér, nú eða kaupa hana.
Bækur | 24.10.2007 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var svo heppinn að komast á opinn fund Ishmael Beah í hádeginu (og komast yfirhöfuð fyrir). Lagði nokkuð tímanlega af stað en umferðarteppa við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar gerði það að verkum að ég steig fæti inn í Iðnó kl. 12:08 og fyrirlesturinn átti að byrja kl. 12:10.
Öll borð voru upptekin en ég náði að smeygja mér inn í salinn og planta mér upp við vegg. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti Ishmael og hvernig UNICEF tengist honum, manni sem lítur út fyrir að vera amerískur rappari í anda Snoop Dog nema í stað fléttanna er eins og Beah sé nýkominn úr 1200 snúninga þurrkara, allt upp í loft. Flottur karakter.
Beah sagði frá hræðilegri lífsreynslu sinni í heimalandi sínu, Afríkuríkinu Síerra Leóne. Hvernig hann, aðeins 13 ára gamall, var tekinn í her stjórnvalda og þvingaður inn í raunveruleika sem er svo fjarri þeim raunveruleika sem við búum við hér á Íslandi. Hann átti ekki annarra úrkosta völ en að verða útúrdópað, heilaþvegið morðtól stjórnvalda. Dópið deyfði hann öllum tilfinningum; að myrða varð daglegt brauð fyrir honum. Að horfast í í augu barns sem lifir og hrærist í þessum heimi er eins og að horfa í endalaust myrkur, sagði Beah. Móðir hans og tveir bræður voru drepin í stíðinu; herinn var eftir það hans fjölskylda.
Fyrir tilstuðlan Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF, tókst að bjarga Beah frá glötun. Á þeim tíma sem hann var færður undir hendur UNICEF hafði hann engan hug á að breyta líferni sínu. Það þurfti sterk bein og mikla aðstoð til að fara inn á réttar brautir. Það tókst og hingað var hann kominn til að opna augu og eyru Vesturlandabúa, sem búa í vernduðu umhverfi frá því helvíti sem 300.000 börn lifa og hrærast í dags daglega í heiminum, búin vopnum til að verja sig, drepa óvininn og fá útrás fyrir hatrinu sem búið er að festa svo kyrfilega í þeirra saklausa huga.
Beah sagði það markmið margra barna, á þeim slóðum sem hann ólst upp, að komast til valda því með valdinu fylgja möguleikar á spillingu, með spillingunni fylgja möguleikar á efnislegum gæðum þannig að út frá þeim forsendum er vald eftirsóknarvert. Lái þeim hver sem vill. Þau vita einfaldlega ekki betur; fátækt knýr þau síðar til spillingaverka. Er ekki viss um að sú litla spilling sem fyrirfinnst hér á landi sé af sömu rótum.
Að fá tækifæri til að hlýða á frásögn Beah eru ekkert annað en forréttindi. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Keypti bókina sem hann skrifaði, Um langan veg - Frásögn herdrengs. Fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þessari 26 ára hetju. Hvet alla til að lesa þessa bók; þó ég sé rétt byrjaður á henni, er ég nokkuð viss um að hún sé eftirminnileg og þroskandi lesning.
Bækur | 24.9.2007 | 20:44 (breytt 24.10.2007 kl. 09:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar