Stóra Síma- og DV málið

Nú er ég búinn að leysa Síma- og DV málið. Fór í verslun Símans í Ármúla og fékk pappír yfir rétthafabreytingu á eldgamla símanúmerinu mínu, eins og síðustu fyrirmæli símadömunnar hjá Símanum hljóðuðu upp á. Þegar ég var byrjaður að fylla út í rétthafabreytinguna var endanlega niðurstaðan sú að afgreiðslustúlkan þurfti bara að aftengja mig við númerið og málið dautt, bara sísvona. Það eina sem ég átti eftir að gera var að bíða í hálftíma eftir að fá endurgreitt frá því í ágúst. Það gekk eftir; þolinmæði þrautir vinnur allar.

Verð bæði að hrósa og skamma Símann hf. fyrir þetta. Skamm fyrir að draga mig á asnaeyrunum í þrjá mánuði og hrós fyrir að sjá að sér. Og þá er það DV.

Lausnin á því máli fólst í að segja upp áskriftinni að Sýn2. Fékk DV á mánudaginn s.l. en ég sagði upp Sýn2 í gær þannig að ég ætti að vera orðinn laus við DV. Í leiðinni er ég laus við enska boltann, græði bæði tíma og peninga á því. Eini gallinn er að ég missi af nokkrum spennandi leikjum en ég lifi það nú af Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband