Nú er ég búinn að leysa Síma- og DV málið. Fór í verslun Símans í Ármúla og fékk pappír yfir rétthafabreytingu á eldgamla símanúmerinu mínu, eins og síðustu fyrirmæli símadömunnar hjá Símanum hljóðuðu upp á. Þegar ég var byrjaður að fylla út í rétthafabreytinguna var endanlega niðurstaðan sú að afgreiðslustúlkan þurfti bara að aftengja mig við númerið og málið dautt, bara sísvona. Það eina sem ég átti eftir að gera var að bíða í hálftíma eftir að fá endurgreitt frá því í ágúst. Það gekk eftir; þolinmæði þrautir vinnur allar.
Verð bæði að hrósa og skamma Símann hf. fyrir þetta. Skamm fyrir að draga mig á asnaeyrunum í þrjá mánuði og hrós fyrir að sjá að sér. Og þá er það DV.
Lausnin á því máli fólst í að segja upp áskriftinni að Sýn2. Fékk DV á mánudaginn s.l. en ég sagði upp Sýn2 í gær þannig að ég ætti að vera orðinn laus við DV. Í leiðinni er ég laus við enska boltann, græði bæði tíma og peninga á því. Eini gallinn er að ég missi af nokkrum spennandi leikjum en ég lifi það nú af
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.