Fyrir nokkrum vikum fór Dagblaðið Vísir að berast inn um lúguna, í plasti, áritað mér. Ég var ekki par hrifinn en lét þetta yfir mig ganga í þrjú skipti og þá fór ég að sjá ákveðið munstur; DV kom aðeins til mín á mánudögum.
Fyrir helgina sá ég í netbankanum hjá mér að bæði 365 - miðlar ehf og Fétt ehf vildu rukka mig um 4171 kr. Vissi að 365 væri að rukka mig fyrir áksrift að Sýn2 en af hverju vildi Frétt ehf rukka mig um sömu upphæð?
Hringdi í áskriftarþjónustunúmer DV og bað um að senda mér ekki DV. Fékk þau svör að hún gæti ekkert gert að því þó að 365 væri að senda mér blaðið sem hún sér um áksriftarþjónstu á. Þá spurði ég hana hvort hún gæti gefið mér beint samband við 365 en svo reyndist ekki vera.
Hringdi þá í visir.is og bað um áskriftarþjónustuna. Þar ætlaði starfsstúlkan að biðja e-n að taka mig af lista þeirra sem fá DV sent frítt heim á mánudögum. Hver vill láta pranga upp á sig svona sorpriti?
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.