It's a downer

Horfði á Farenheit 9/11 í annað sinn í gær. Tók hana í vikuleigu hjá borgarbókasafninu. Fullt af góðum myndum þarna og ég borga ekki krónu fyrir, nema ég skili of seint (2ja daga leiga, nema á fræðslumyndum eins og þessari sem maður getur haft í viku). Maður getur reyndar ekki verið alveg 100% á því að fá sömu mynd og stendur á hulstrinu. Tók t.d. um daginn myndina Great Moments of The 20th Century. Áttaði mig á því þegar heim kom að þessi heimildarmynd skiptist í 3 DVD diska (í 3 hulstrum) og ég fékk sem betur fer fyrsta hlutann, 1900-1945, þrátt fyrir að utan á hulstrinu stæði 1970-2000. Lét safnið vita af þessu þegar ég skilaði disknum og tók fyrsta hlutann í von um að um annan hluta væri að ræða en því miður var þetta fyrsti hlutinn... aftur.

E-a hluta vegna finnst mér fróðlegt að lesa um og horfa á efni um 9/11 conceptið. Kannski vegna þess að ég leyfi mér að viðurkenna að ég er ekki sammála stefnu USA í mörgum málum og var aldrei sáttur við hersetuna þeirra hér á landi. Verð þó að taka fram að hryðjuverk eru aldrei ásættanleg, frekar en stríð. USA og fleiri herríki gera mikinn greinarmun á stríði og hryðjuverkum, það er í lagi að bomba á saklausa borgara ef þú lætur vita á undan: við erum að fara að bomba á ykkur. Hins vegar ef þú lætur ekki vita á undan þá stundarðu hryðjuverk. Ætli þetta séu ekki alþjóðlegar skilgreiningar og ég of tæpur til að skilja Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ef þú ert lítt hrifinn af USA, kíktu á Sicko, nýjustu Michael More myndinni, verður sýnd í Regnboganum til 3. sept. Holl áminning til okkar Íslendinga um að standa á bremsunni og stefna ekki hraðbyri í átt að amerísku þjóðfélagi. Stundum er eins og okkur langi óskaplega að vera eins og þeir.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.8.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Já, Kristjana. Ég ætla mér að fara á hana fyrir 3. september. Takk fyrir að minna mig á deadlineið. Hlakka heilmikið til að sjá nýjustu afurð Michael Moore.

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 30.8.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband