Stórfrétt

Ég vildi bara láta vita af því að ég er á lífi. Ég hitti nefnilega Aðalheiði og Eirík á Kaffi Mílanó í gær sem voru farin að óttast um mig þar sem ég hef ekkert skrifað hérna í tíð háa herrans.

Tvær ástæður liggja þar að baki. Í fyrsta lagi hafði ég lítið gaman af því að blogga, velti því fyrir mér hvað ég væri að fá til baka og hvort einhver hefði gaman af því að lesa bullið í manninum með fullkomnunaráráttuna.

Í öðru lagi hefur tölvan mín ekki náð sambandi við umheiminn. Ég hefði náttúrulega getað bloggað áfram, bara fyrir sjálfan mig án þess að leyfa ykkur að lesa, rétt eins og ég gerði í dagbókinni í rúm 10 ár.

Það hefur samt ýmislegt drifið á daga mína síðan ég bloggaði hér síðast. Til dæmis ákvað ég að byrja í skóla eftir áramót og er farinn að hlakka heilmikið til. Samt smá kvíðinn líka því það eru rúmlega 10 ár síðan ég sat síðast á skólabekk og kannski kann ég ekki lengur að læra. Það verður bara að koma í ljós. Maður veit ekki fyrr en á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Svavar, það eru EKKI 10 ár síðan þú varst síðast í skóla. Við vorum saman í bekk veturinn 1996-7 ... hver grefillinn, það eru rúm 10 ár síðan. Jæja, þá er alveg pottþétt að þú átt eftir að hafa stórgaman af því. Ætlarðu í mannauðsstjórnun?

Berglind Steinsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:44

2 identicon

Já, mikið andskoti var gaman hjá okkur á kaffihúsinu!  Gott þú ert ekki dauður

Aðalheiður (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Nei, ég ætla að undirbúa mig fyrir að byrja í heilshagfræði næsta haust. Á næstu önn ætla ég að taka Rekstrarhagfræði 2 og Þætti í heilsuhagfræði (sem er kennt í Endurmenntun HÍ). Svo stefni ég á að skrá mig í MS-nám í heilsuhagfræði næsta næsta vor og mun taka 3-4 vikna síðsumar undibúningsnámskeið fyrir þá sem hafa ekki grunn í hagfræði. Þetta verður rosafjör

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 14.12.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband