Kom mér algerlega í opna skjöldu

Ég er svo hissa. Ég átti von á því að Hr. Runni færi með fjölskylduna í opinbera heimsókn á stað sem hann sjálfur hefur náð svo miklum árangri. Hann hefði getað skilið fjölskylduna eftir meðan hann héldi til Ástralíu á leiðtogafund. Fjölskyldan gæti hjálpað til við að klára verkið sem er alveg að verða lokið, vantar bara smá klink til að ljúka því eins vel og Hr. Runni sá fyrir sér... fyrir 5 árum síðan. Fjölskyldan væri þá í broddi fylkingar þeirra sem eru að bjarga heiminum frá hryðjuverkaógninni. Þetta er greinilega bara smá yfirsjón sem kemur fyrir á bestu bæjum.

Þetta kemst væntanlega í lag fyrir næstu heimsókn til... Írans.


mbl.is Bush laumað út úr Hvíta húsinu í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband