Étrússki

Fór á tónleikaNA í kvöld. Gerđi mér dagamun, fór međ vinum (Helgu, Gústa, Sigrúnu og Erni) á Caruso á undan og vorum komin í sćtin okkar (ásamt Dóra) í Laugardalshöllinni rétt fyrir kl. 8. Ólíkt ţeim upphitunum sem ég hef séđ á tónleikum ţá hitađi Norah Jones upp fyrir sig sem kom skemmtilega á óvart. Hún hitađi upp ásamt gítarleikara fyrir hálftómum salnum. Mér leiđ eins og á fótboltaleik hjá KR ţar sem Landsbankinn kaupir bestu sćtin fyrir Loft. Eftir upphitunina fylltist salurinn og mađur gat notiđ tónleikanna án ţess ađ skammast sín fyrir drćma mćtingu Íslendinga á uppselda tónleika (ţar sem miđarnir seldust upp á hálftíma fyrir ţremur mánuđum).

Hef ekki fariđ á marga tónleika en ef ég á ađ rađa ţeim upp eftir skemmtanagildi ţá voru ţessir í sama flokki og SigurRósartónleikarnir í Montreal 2002; hreint afbragđ. Algerir snillingar á hljóđfćrin; sama hvort um var ađ rćđa gítar, trommur, bassa, ţverflautu, píanó, Wurlitzer-píanó (sem er hljóđfćri sem ég fíla í rćmur) eđa raddbönd. Svo var rúsínan í pylsuendanum Norah sjálf međ sinn heillandi persónuleika, rödd sem smýgur inn eins og fyrirhafnalaust fjólublátt flauel og ţokki í ţokkabót sem á fáa sinn líkan.

Sat viđ hliđina á snót sem dillađi sér í takt viđ tónlistina svo mađur sveif međ sem aldrei fyrr. Hún lifđi sig svo inn í tónlistina ađ fyrir nćst síđasta lagiđ hljóđađi hún á rússnesku: étrússki (í lauslegri ţýđingu: ég trúi ţessu ekki) en hún hafđi beđiđ í ofvćni eftir ţessu lagi allt kvöldiđ og var greinilega farin ađ óttast ađ ţađ yrđi ekki tekiđ.

Svo ţegar heim var komiđ rćddum viđ Björn og Kristín saman um tónleikana en viđ Kristín erum sammála um ţađ ađ ef viđ ćttum ađ velja okkur tónleika úr öllu ţví úrvali tónlistarmanna sem til er í heiminum ţá yrđi Norah Jones líklega efst á óskalistanum. Ef ekki efst ţá allavega nćst efst. Heppin? Mangetak for meget í aften.


mbl.is Norah Jones í Laugardalshöll
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband