Vil virkilega

Fór í gær á námskeið sem bar heitið Sigursæl sjálfsmynd á vegum Stjórnunarfélags Íslands.  Efnið var var byggt upp á því sem kennt er í „The Secret“-myndinni, þ.e. hvernig líf okkar og örlög er hrein og klár spegilmynd sjálfsvitundar okkar.

Við unnum nokkur verkefni á námskeiðinu, meðal annars að setja fram það sem við virkilega viljum (vv) og ræða það svo við e-n á námskeiðinu. Rambaði á sæta, feimna stúlku og sagði henni hvað ég vv. Ég sagði henni að efst á blaði væri að finna mér maka og svo romsaði ég út úr mér 5 öðrum atriðum sem ég vv. Hún dró sig enn meira inn í skelina með pappírana límda upp við líkamann svo ég sæi örugglega ekki hvað hún vv.

Fór svo í mitt sæti, mjög stoltur að hafa opinberað það sem ég vv. Fór þá að hugsa (loksins, fattarinn hjá mér er nefnilega stundum laust plöggaður); hún hélt örugglega að ég væri að reyna við sig. Hvað annað gæti hún hafa verið að hugsa um þegar ég potaði því að henni að mitt mikilvægasta verkefni væri að finna mér lífsförunaut Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahaha, vesalings stelpan

adda (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:26

2 identicon

Já einmitt veslings stelpan.  Hún hefur væntanlega túlkað þessar aðstæður rangt eða hreinlega verið allt of feimin.  Ef að hún er á lausu þá hefur hún heldur ekki gert sér grein fyrir því hvað þú ert frábær strákur og þess virði að kynnast betur.  8-)

Kristín systir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband