Klukkan er númer 10

Horfði á Elvis troða upp á sviði árið 1970 á TCM (e-a hluta vegna er TCM óruglað hjá mér núna). Ég hef vanmetið hann hingað til. Ég þekkti um 90% af lögunum. Þið hefðuð átt að sjá hann, kyssa a.m.k. 50 stúlkur í miðjum lögum. Svo fór hann labbandi um salinn að kyssa fleiri stúlkur. Elvis hafði það og hefur, því hann lifir enn, kóngurinn.

Hef gaman af því að spyrja Tinnu frænku hvað klukkan sé; hún er númer tíu... nei, nei, nei... hún, hún er númer tvö Tounge Hafði ekki litið á klukkuna út frá þessu sjónarhorni hingað til; hún er ekkert nema talnaröð. Börn fá mann oft til að hugsa öðruvísi og draga mann út úr þessum kassa sem maður lifir og hrærist í dags daglega. Takk fyrir það Tinna.

Hitaði upp fyrir Reykjavíkurlabbið á laugardaginn með því að labba í Sport Cafe að sækja bílinn því ég fór þangað í gær að horfa á fótbolta og drakk bjór. Er reyndar á sýklalyfjakúr þannig að ég á að láta allt afengi vera en ég vildi sleppa smá af mér beislinu, á miðvikudegi kl. 13:30 í miðju Grafarholti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að þú ert ekki svo fastur í kassanum að þú getur misst þig annað slagið... og hvenær er betri tími til þess en einmitt kl. 13:30 á miðvikudegi???

adda (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband