Síðasta föstudag rallaði ég með mömmu norður í land. Tilefnið var brúðkaup Ómars frænda og Rutar.
Rall er kannski ekki rétta orðið því mamma er orðin svo dönnuð að hún hélt sér á löglegum hraða langleiðina, eða þar til Hanna tók fram úr henni. Þar flaug skynsemin, kannski vegna þess að ég var að stríða henni svolítið. Hringdi í hana, hún tók upp símann en fattaði fullfljótt hvað væri í gangi. En mikið óskaplega hló hún skemmtilega mikið eftir þetta. Ég fílaði það í tætlur.
Á laugardeginum fórum við Kristín, Björn og stelpurnar á Húsavík og kíktum til Róberts og Selmu. Þau búa á frábærum stað á Húsavík, í vel innréttað hús með góðum palli á skjólstæðum stað og alles. Gæti alveg hugsað mér að búa þarna. Róbert er sjávarútvegsfræðingur og rekur fiskvinnslu; hann sagði okkur Birni að kvótinn hefði þrefaldast á þremur árum. Hvaða rugl er það?
Þá var brunað á Akureyri, skellt sér í nýju gráu jakkafötin og vorum komin að Gáseyri rétt fyrir kl. 17:30. Sá þar að ef ég hefði viljað vera eins og allir hinir þá hefði ég átt að mæta í þeim svörtu. Skondið hvað tískan er einsleit hér á landi. Ætla mér að nota þau svörtu við jarðarfarir og eiga þau lengi og því keypti ég þessi gráu. Það er líka svo mikið búið um að vera hjá mér að undanförnu, jarðaföt, fertugsafmæli og brúðkaup þannig að ég þarf að eiga slitsterk föt eða nóg af þeim
Ómar var að sjálfsögðu mættur í eigið brúðkaup ásamt um 100 gestum. Rut kom svo á brúðabílnum, stórum Scania trailer, sem var skreyttur tilheyrandi skrauti; reyndar engar dósir í eftirdragi en aftan á bílstjóraklefanum stóð: Ný gift. Gaman að því hvað þetta var allt saman frumlegt. Þetta var annað útibrúðkaupið sem ég fór í. Pabbi og Atie giftu sig við Þjórsá fyrir 20 árum síðan.
Hafði heyrt af því að Ómar myndi sjá fyrir nægri söngolíu í veislunni sjálfri og það stóð heima. Kampavín í fordrykk, rauðvín og/eða hvítvín með matnum, ljóblá bolla og bjór eftir mat, lá við í tonnavís.
Fór tvisvar í sundur í Akureyrarlaug sem að mínu viti er ein besta laug landsins, lítil hætta á að detta á sleipum gólffletinum og nóg af tækjum og rennibrautum fyrir smáfólkið. Tinna fór í regnbogabrautina og svo viðstöðulaust upp aftur þegar hún kom niður. Ég náði að synda samtals einn km í lauginni en sund er ein besta hreyfingin sem völ er á. Svo sækir maður brúnku þegar sú gula sýnir sig líkt og hún hefur gert að undanförnu
Nýjustu færslur
- 5.6.2008 Tilviljanir?
- 12.5.2008 Eftir 5 mánaða bloggpásu
- 15.12.2007 Vísir til að draga úr líkum, kannski
- 14.12.2007 Viðskiptabann á USA
- 13.12.2007 Stórfrétt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg lesning. Frábært að sjá hvað margir hafa kíkt á þig. Endilega skemmtu okkur hinum með frábærri frásögnum af þínu lífi.
Kristín systir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.