Hin fertuga Anna

Hún Anna systir mín tók upp á því sl. sunnudag að verða fertug. Hún hélt upp á það sl. laugardag með pompi og prakt á Sólon. Hennar nánasta fjölskylda og vinir komu upp úr kl. 18 og hún bauð upp á þrírétta máltíð sem var meira en lítið ljúffeng. Fordrykkurinn var ekki síðri.

Hún mætti á svæðið með nýja klippingu og nýjan kjól utan um bumbubúann. Vá hvað hún var flott. Eitt það fallegasta sem ég sé í þessum heimi eru óléttar konur. Hún er sko ólétt og á að eiga í september. En það besta við hana í veislunni var hvað hún var létt, þrátt fyrir að vera ólétt (hver samdi þetta tungumál, sko íslenskuna?).

Svo komu aðrir gestir upp úr kl. 21, m.a. eitt gæsadæmi með tilheyrandi látum. Eftir Sólon fórum við systkinin, fyrir utan Önnu, á Q-barinn. Tónlistin þar var að megninu til frá 9. áratugnum sem var fínt fyrir okkur gamla liðið. Dönsuðum frá okkur allt vit, mátti reyndar ekki við því en ég var svo búinn í löppunum að ég fór út og sat í veðurblíðunni. Fékk far heim með Gunnþóri, Kristínu og Tóta kl. 4 sem er bara nokkuð snemmt. Á tveimur djömmum þar á undan kom ég heim um kl. 6 þannig að eigum við ekki að segja að ég sé að þroskast.

Enn og aftur til hamingju systir góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt annað en athugasemdað svona blogg þegar maður sjálfur er umfjöllunarefnið

Takk fyrir hlý orð brósi kær og frábært að heyra að þið skemmtuð ykkur svona vel. Ég tók eftir því á myndunum sem þú lést fylgja að við erum doldið gjörn á að brosa með lokaðan munninn í fjölskyldunni - kíktu og sjáðu... mjög fyndið

Anna fv. afmælisbarn (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 11:20

2 identicon

Get ekki hætt ;)

Langar til að óska þér  til hamingju með blog síðuna og hvetja þig til skrifta! Get ekki beðið eftir að sjá smá pistil frá sl helgi... nóg að skrifa um þar hehehe!

Kveðja,

Anna Sigga (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Svavar Sigurður Guðfinnsson

Góður punktur Anna Sigga. Hér eftir förum við að opna okkur meira

Svavar Sigurður Guðfinnsson, 10.7.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband