Færsluflokkur: Matur og drykkur

Seiðandi sykurinn

Það er aðallega tvennt sem vakti áhuga minn í þessari frétt. Annars vegar að það kemur hvergi fram hverjir framkvæmdu þessa rannsókn og hins vegar koma niðurstöðurnar mér ekki á óvart, ég kaupi hana, alla vega frekar en sykurinn.

Hafið þið tekið eftir því til dæmis hvað það er mikill sykur í kökum frá flestum íslenskum bakaríum? Og neytandinn þegir þunnum hljóðum. Af hverju er það? Woundering

Prófið brauðið og kökurnar frá Brauðhúsinu í Grímsbæ. Lífrænt hráefni notað, brauðið bragðgott og sykurinn í kökunum í algjöru lágmarki.

Með því að draga úr sykurneyslunni finn ég meira og betra bragð af matnum. Mæli eindregið með því. Kostirnir við að draga úr sykurneyslunni eru auðvitað mun fleiri sem óþarfi er að fara hérna inn á.


mbl.is Sykurinn verri en kókaín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband