Ég sendi honum sjöuna mína

Horfði á Laugardagslögin í gærkvöldi og hafði nokkuð gaman af. Það sem stóð upp úr var hinn síungi Leifur Eiríksson. Nafnið getur ekki verið mikið þjóðlegra og hann hefur lifað tíund af tíma kristni á Íslandi.

Þegar hann var spurður hvort hann ætti ipod svaraði hann: „Ég sendi honum sjöuna mína“ og átti við það þegar hann kaus Magna í Rockstar. Svo samdi hann og flutti ljóð sem er spegilmynd um ofurgræðgina sem gengur nú yfir á þessu landi:

Punktur is, punktur is

það er gaman að hækka og hækka.

Punktur is, punktur is

finna sig vera að stækka og stækka

þeir stóru mega sín mest

og ætla að eignast sem flest.

Punktur is, punktur is

eignagleðinnar njóta sem mest.

Punktur is, punktur is

einkaþotan er markmiðið næst.

Punktur is, punktur is

því þá svífur andinn sko hæst.

 

Best að enda þennan pistil á svari Leifs þegar hann var spurður hvort hann fari oft til útlanda:

 

Eg er kominn upp á það

allra þakkarverðast

að sitja kyrr á sama stað

en samt að vera að ferðast.

(Jónas Hallgrímsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband