Rekstur Randvers og RÚV ohf.

Þetta kom manni svolítið í opna skjöldu. En svo fór ég að hugsa. Ef það ætti að reka e-n úr Spaugstofunni, þá væri það Randver.

Mér fannst Randver bestur á sviði; sá hann leika fyrir um 20 árum síðan og hann átti sviðið. Hins vegar fannst mér hann vera uppfyllingarefni hjá Spaugstofunni, hugsanlega mikilvægur fyrir heildina, það er ekki mitt að meta. Ég fann fyrir frumleika hjá hinum fjórum sem kom algerlega frá hjartanu. E-ð sem ég fann ekki hjá Randveri. En það mun örugglega taka eitthvað gott við hjá Randveri.

Ætli krafan um betri rekstrarafkomu RÚV ohf. hafi eitthvað að segja um rekstur Randvers? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband