Tilviljanir?

Er að lesa bók eftir Ágúst Bogason sem heitir „Hvað gerðist 11. september?“. Hef áhuga á ýmsum samsæriskenningum þó ég taki ekki endilega undir þær.

Fékk tölvupóst frá Stjána í dag þar sem bent er á ýmis undarleg sögutengsl á milli Abraham Lincoln og John F. Kennedy s.s. að þeir voru báðir skotnir á föstudegi, ritari Lincoln's hét Kennedy og ritari Kennedy's hét Lincoln, Lincoln var skotinn í leikhúsi sem bar heitið Ford og Kennedy var skotinn í Lincoln bifreið frá Ford framleiðandanum og að lokum, Lincoln var í staddur í Monroe í Maryland viku áður en hann var skotinn meðan Kennedy var með Marylin Monroe viku áður en hann var skotinn. Tilviljun?

Eftir að hafa lesið póstinn frá Stjána fór ég að skoða bækling frá nýja vinnustaðnum mínum, Borgaskóla og fór að spá. Nafnið á þeim skóla er úr takti við nöfnin í þeim skólum sem ég hef starfað við hingað til. Laugalækjarskóli, Árbæjarskóli og Menntaskólinn við Sund Woundering

Jæja, hættur að pæla, farinn út að moka möl.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband